- Forsíða
- Efst á baugi
- Fjölskylduhelgin
- Innsend bréf
- Myndir
- Niðjatal
- Saga ættarinnar
- Um húsið
- Hlekkir ættarinnar
Heimilisföng ættarinnar
Þá eru jólin óðum að nálgast, og þið líklega flest búin að senda jólakortin.
Ef ekki, þá er hér kominn listi með heimilisföngum allra í ættinni, líka okkar sem búum erlendis og viljum endilega fá jólakort.
Þið getið nálgast heimilisföngin hér á textaformi, í word skjali eða excel skjali.
Það þarf notendanafn og lykilorð til að nálgast þessi skjöl, þeim verður lekið til ykkar í gegnum ættartréð, en ef einhver getur ekki beðið má alltaf senda póst á vefstýruna
Nýjar (gamlar) myndir
Jæja, Silla sendi mér myndir fyrir nokkru, og loksins eru þær komnar inn hér.
Það sem meira er, nú er vefstýra búin að finna frjálst myndvinnsluforrit, svo myndirnar eru loksins til í minni stærðum. Takið eftir því hvað þær eru fljótari að hlaðast inn.
Myndirnar eru frá veiðiferð í fyrrasumar, fjölskyldumótinu 2005 og 100 ára afmælisveislunni sem var haldin 8. mars á þessu ári.
Ef einhver á myndir frá fjölskylduhelginni í sumar, endilega sendið þær á vefstýruna
Auglýsum eftir myndum
Hvernig væri nú að senda inn myndir, t.d. frá síðustu jólum, eða afmælum?
Langt er síðan borist hefur nýtt efni á síðuna, og ekki úr vegi að fá myndir frá síðasta fjölskyldumóti, áður en við höldum það næsta.
Einnig hafa verið haldin nokkur afmæli (og sum stór), auk þess sem börnin hljóta að hafa stækkað verulega, eins og þeirra er siður.
Vefstýran auglýsir hér með eftir myndum!
Undirbúningur fjölskyldumóts
Undirbúningur fjölskyldumótsins 2006 er nú í fullum gangi.
Mótið verður haldið helgina 28.-30. júlí, og hefst, eins og oft áður, í Lambhaga.
Smellið á fjölskyldumótshlekkinn hér til hliðar til að lesa allt um það.
Rakel Alda Steinsdóttir skírð
Steini og Árný eru loksins búin að skíra.
Stúlkan var skírð Rakel Alda og hún ætlar að mæta á fjölskyldumótið á Hólum um helgina.
Tveir nýjustu fjölskyldumeðlimirnir eru að sjálfsögðu komnar inní niðjatalið
Velkomin á Lambhagi.net
Jæja, nú höfum við ákveðið að opna þessa síðu formlega! Þó svo að útlitið eigi enn eftir að breytast örlítið, þá er einfaldlega kominn tími á að koma síðunni í gagnið.
Síðan er hugsuð sem tenging okkar í Lambhagafjölskyldunni hvert við annað. Hún lifnar við þegar þið sendið inn efni eins og myndir, bréf, fréttir og hlekki á ykkar eigin síður.
Sérstaklega eru vinsælar myndir af börnunum, sem breytast jú öll svo mikið á hverju einasta ári. Enn er best að senda fréttir, bréf og myndir beint á vefstýruna :)
:Dagbjört frænka
Útlit fæðist
Jæja jæja, þá er vefstýran komin langa leið með útlitið á þessari blessuðu síðu. Ég held þið kannist öll við bakgruninn :)
Ýmislegt fleira hefur hún reyndar líka verið að bralla. T.d. eru síðurnar nú orðnar hálfsjálfvirkar, með aðstoð XSL, þannig að nú ætti ekki að líða jafn langur tími frá því að þið sendið inn myndir o.þ.h. þar til það er komið inn :)
Planið er þó að gera það algjörlega sjálfvirkt fyrir myndir, bréf og fréttir :D
Það eru líka komnar inn nokkrar nýjar myndir sem vefstýrunni voru sendar, og endilega verið dugleg að senda fleiri hingað :)
:Dagbjört vefstýra
Lambhagi.net á uppleið
Júhúúúú! Þá er loksins eitthvað að gerast!
Nú hefur þessi blessaða síða verið þarfagreind og hönnuð. Töluverð vinna er enn eftir, t.d. er þetta engan veginn endalegt útlit...
En: Hálfnað er verk þá hafið er! Ég geri annars ráð fyrir að þetta komi upp svona smátt og smátt eftir því sem tími gefst til og efni berst.
Og það eruð einmitt þið sem ætlið að sjá þessari síðu fyrir efni!!
Endilega sendið fréttir, hlekki, greinar, myndir, skemmtilegar fjölskyldusögur og annað sem þið viljið deila með ættinni á vefstýruna.
:Dagbjört vefstýra