Fjölskylduhelgin 2010

Nú ættu allir að vera búnir að fá bréfið frá Önnu um fjölskylduhelgina 2010, en ég set það hér líka svo það sé örugglega vel aðgengilegt fyrir alla.

Fjölskylduhelgin 2010

Mér skilst að sjóstangveiði verði í boði fyrir þá sem vilja, en þeir verða að láta vita mjög bráðlega um þáttöku svo hægt sé að ákveða fjölda og panta með góðum fyrirvara. Ef þið viljið taka þátt sendið þá Önnu póst.

Nokkrir fjölskyldumeðlimir hafa einnig hugsað sér að ganga Heljardalsheiðina mánudaginn eftir fjölskylduhelgina. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru velkomnir, en nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni seinna.

Bréf frá Jóa

Hann Jói okkar var svo góður að senda inn nokkrar endurminningar frá Grund, ásamt gömlum myndum. Hann sendi líka inn myndir frá sjötugsafmælinu. Bréfið er hér, og myndirnar eru allar í myndasafninu.

Ef einhverjir aðrir fjölskyldumeðlimir luma á gullmolum eins og þessum, gömlum eða nýjum, skriflegum eða myndrænum, stórum eða smáum, endilega sendið þá inn.

Baldur Hrafn Einarsson skírður

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn okkar hefur hlotið nafnið Baldur Hrafn Einarsson. Hann var skírður 20. desember heima hjá sér í Garðhúsum. Anna sendi mér nokkrar myndir úr skírninni, og eina af Baldri aðeins nokkurra daga gömlum.

Við óskum Baldri innilega til hamingju með nafnið og fjölskyldunni innilega til hamingju með drenginn.

Drengur Einarsson fæddur

Þann 20. nóvember fæddi hún Halldóra okkar Jónsdóttir dreng.

Hann vóg 18 merkur og var 54cm.

Vefstýra kallar eftir mynd af snáða.


Ég vil líka benda á, fyrir þá sem hugsanlega hafa ekki séð eða fengið tölvupóstinn, að Laufabrauð verður skorið að Þinghólsbraut þann 5. desember þetta ár. Því fyrr sem fólk getur mætt, því betra.

Kveðja,

Anna

E.s. Fyrir þá sem hafa áhuga, Guðrún Guðjónsdóttir hefur opnað heimasíðu: gudrung.com, þar sem finna má myndir af verkum hennar frá síðastliðnum árum. Njótið vel

Freyja María fædd

Þann 31. ágúst klukkan 15:50 átti Dagbjört litlu stelpuna sína, sem hefur hlotið hið fallega nafn Freyja María. Fæðingin gekk vel. Freyja er 3780 gr. og 52 cm, ljós yfirlitum og hress. Lambhagaliðið óskar Dagbjörtu og Andrési til hamingju, og bíður spennt eftir myndum.

Viðbót: Hér er komin ein mynd af skvísunni í baði.

Kveðja,

Anna

Fjölskylduhelgin 24-26 júlí 2009

Nú er minna en tvær vikur í næstu fjölskylduhelgi. Hér er bréfið sem Anna frænka sendi á póstlistann með upplýsingum um dagskránna að þessu sinni. Ef einhverjir fá ekki bréfin á póstlistanum en vilja fá þau ættu þau að hafa samband við mig eða Önnu til að fá það leiðrétt.

Um fjölskylduhelgina 2009

Kveðja,

Anna/vefstýra 2

Vefstýra 2

Þar sem vefstýra hefur nú fengið 420% starf sem móðir, og er þar að auki í fullri vinnu, hefur ný vefstýra tekið við. Ef þið viljið senda inn bréf, myndir, fréttir, hugleiðingar, pælingar eða hvað annað sem ykkur dettur í hug, sendið það þá á Önnu 2 (þ.e. Önnu Margréti) á netfangið graceperla@gmail.com

Eins og flestir hafa líklega tekið eftir vanntar okkur heilmikið af uppfærslum, t.d. hefur Gyða Dofradóttir ekki ennþá fengið neina athygli, greyið litla, og ekkert hefur verið sagt um brúðkaup Dagbjartar og Andrésar, eða síðustu fjölskylduhelgi!!! Þið megið því endilega gerast dugleg og senda mér fullt, fullt af myndum, og hverju öðru sem þið viljið :)

Þið takið líklega líka eftir því að ég breytti aðeins til á síðunni. Aðal breytingin er þó á myndasíðunni, þar sem ég bútaði hana niður í margar síður. Myndirnar voru orðnar nokkuð margar þar, svo mér fannst það gott ráð. Þær eru ennþá allar þarna inni. Það þarf bara að smella á tölurnar til að sjá síðurnar hverjar fyrir sig, og svo er ennþá hægt að sjá þær stærri með því að smella á þær.

Mér datt einnig í hug að ef fólk vill setja inn myndbönd þá er það örugglega hægt, en ég þyrfti að vinna aðeins í því ef einhver hefur áhuga. Látið mig endilega vita (en ekki reyna að senda mér myndbönd í tölvupósti, það færi líklega mjög illa ;)

Látið mig svo vita ef þið lendið í vandræðum með síðuna í þessum örlítið nýja búningi.

Kveðja,

Anna/vefstýra 2