Family meeting 2007 - Lambhagi

Marta and Tomás:

Our trip to Dalvík was one of the most fun things on our visit to Iceland, if not the most fun! Although it took us about five hours to get there, it was certainly worth it, and the ride was a lot of fun because we stopped in nice places to visit, including the “Children’s Fall”, thermal holes and places to have a hot-dog.

While we were driving, I (Tomás) read the last Harry Potter book. When we arrived, we ate delicious food, including some that, in Portugal we only have for Christmas!

Swingball leikur

Tomás:

Right after eating I went outside to play "swingball" with Ásgrímur, Guðjón, Stefán and Jón Arnar. Swingball is a game where you try to put a ball that is stuck to a string up a pole, while the other one is trying to put it down. It was very difficult because everyone was very good at it! And after that we played three football championships (they let me win some ?!), and some other games.

The next day in the morning, we went fishing, where I caught my first two fish and Marta caught her first five fish! Drífa’s fish were huge! I was always thinking that a fish was biting, but it only was really a fish twice. Then, Hreggviður and Hinrik jumped in to the water . . . (it must have been freezing) and Hreggviður went “float-fishing” where the fish almost pulled him down! We had a lunch on the boat, sandwiches, juice and Snúðar (which are delicious).

Sólveig, Jorge og Marta komin um borð

Marta and Tomás:

After that, some of us went horse-back riding and some went to play golf. Tomás and I went to the horses. We love riding horses, and it was a lot of fun. We went up a hill on the horses, crossed rivers and ate berries, all in the same trip. We trotted, gallopped and “tölted”, it was really nice! After that, we unsaddled and brushed the horses. They were in a good mood but quite dirty.

Tómas á hestbaki

Marta:

After that, we went swimming in the pool, which was also fun. As opposed to the pools in Portugal, it was warm, and it also had a water-slide!

Tomás:

In the pool we walked on boards and fell into the water right away. We also went under the water shower and imagined it was a laser cage.

Marta:

Later that day, we went to a dinner to celebrate Afi´s and Anna’s birthdays, there we ate very good lamb (that Árni cooked, of course ?!!!), we played and even sang! It was great! We went outside, to the cold, where we played football and more swingball. The next day was the day in which we, very unfortunatly, had to leave Lambhagi … But before we left, and while Tomás went to the pool, me and my parents went to plant trees in Silla’s summer house. Each one represents one of our greatgrandparent’s greatgrandchild. It was very nice.

Jorge og Marta

Tomás:

The dinner was a lot of fun (and of course yummy!) and Daddy got called and got some binoculars as a present. Then we went outside and played MORE swingball. I was constantly getting balls in my face but it was worth it! At least that stops the ball ?. The next day, while Marta went to plant the trees, I went to the pool with the boys. We went down the slide over and over again!

Trjánum plantað

Marta and Tomás:

After that we all got ready to go to Agla’s (we still didn’t know her name thought) baptism. It was in a really cute little church. The priest was a really nice lady which smiled all the time… After that we went to Silla’s house were we ate lots of cakes and other sweets. We played cards and then we took the family picture. Then, some hours later we had to go back to Reykjavík . . . But we loved it!

Marta and Tomás Palmeirim

Ættarmótið í Lambhaga

Á laugardagsmorgni vöknuðu Anna, Jónína, Þorsteinn, Björn, Guðrún og Sólveig klukkan hálf sjö til að smyrja fyrir allt liðið. Einn og einn bættist við til að fá sér morgunmat og gera sig tilbúinn fyrir veiðina sem byrjaði klukkan tíu. Þegar allir voru tilbúnir var lagt af stað. Við vorum á bláum og hvítum báti Stefáni Rögnvaldsyni sem hann Palli á. Við lögðum af stað en Hreggviður og Hinrik fóru á björgunarbátnum sem var með mótor og þeir tveir fóru hringinn í kringum Stefán Rögnvaldson hundrað sinnum. Við stoppuðum í miðjum firðinum og allir byrjuðu að veiða. Allir sem reyndu að veiða náðu allavega að veiða einn fisk – sumum tókst jafnvel að veiða ýmislegt annað! Það sem var skemmtilegast var þegar Hreggviður fór út í sjóinn í flotgallanum og veiddi fisk þar. Mávarnir reyndu að stela fiskunum okkar og náðu tveimur litlum. Á leiðinni sáum við líka dauðan fisk fastann við bátinn hans Palla. Ég veiddi stærsta fiskinn sem var þoskur. Hann var notaður í fiskisúpu í Garðabænum nokkrum dögum síðar!

Allir um borð!!!

Þegar þetta var búið fóru allir heim. Fyrst sýndi Árni Hebu hvernig átti að flaka fisk en svo kom meistarinn sjálfur hann Jói og þá var hægt að sjá hvernig réttu handtökin eru.

Eftir hádegi fóru sumir út á golfvöll. Jói, Erla og Jónína fóru 9 holur. Einhverjir sáu frábæru sveifluna hans Hinriks en svo fóru Þorsteinn, Sólveig og Heimir tvær holur – það er langt síðan þau spiluðu síðast golf saman. Flestir krakkarnir vildu fara í reiðtúr. Krakkarnir stoppuðu uppi í fjöllum og fóru að tína bláber á meðan hestarnir og Heba, Drífa, Stebbi og leiðtoginn, sem var kallaður Simbi, biðu hjá hestunum og mötuðu hestana. Þegar krakkarnir lögðu af stað létu þau hestana labba niður fjallið. Þá þurftu þau að halla sér aftur af því að ef þau halla sér fram þá byrjar hesturinn að hlaupa niður og það getur verið hættulegt. Krakkarnir fóru yfir brú og yfir læk. Þegar þau fóru yfir lækinn þá skvettist allt út um allt og á alla. Þegar hestarnir sáu húsið sitt hlupu þeir hratt til þess að komast heim. Það var mjög gaman. Fötin urðu alveg hræðilega skítug.

Afi teymir undir Örnu

Þá var komið að sundinu allir fóru að baða sig nema Árni, María og Agla af því að Árni var á fullu að útbúa matinn sem átti að vera í afmælinu þeirra Önnu og Þorsteins og hann þurfti líka að undirbúa matinn sem átti að vera í skírninni næsta dag sem sagt á sunnudaginn.

Eftir sundið voru Halldóra og Unnur Vala komnar í Lambhaga en þær komu með flugi til að vera með í veislunum. Þá var komið að afmælinu sem allir enduðu á. Þetta var alveg frábært, við sungum, borðuðum og krakkarnir fóru út að spila skemmtilegan leik og margt fleira. Maturinn var alveg frábær. Árni á heiður skilinn af því að hann bjó hann til. Anna og Þorsteinn fengu fínar gjafir. Þar sem Anna verður ekki í bænum á afmælinu sínu gáfu systkinin hennar henni gjöf sem var mynd í ramma af Svarfaðardal. Meðal annars sungu þær Arna, Dagný og Rakel fyrir Önnu lög úr leikskólanum og hún Rakel ætlaði ekki að stoppa að syngja lög fyrir Önnu, hún vildi bara syngja fleiri og fleiri lög. Þegar afmælið var búið fóru allir heim að sofa. Strákagengið Ásgrímur, Jón Arnar, Stefán og Guðjón sváfu í tjaldvagni sem var í garðinum en Tómas gisti inni. Það var gaman að Sólveig, Jorge, Marta og Tómas skyldu koma og ekki skipti máli að allir tala ekki sama málið – það var samt hægt að spila og leika fullt.

Grundarsystkinin

Næsta dag á sunnudaginn var Agla litla Árnadóttur skírð í Tjarnarkirkju. Þar var sungið mjög falleg lög meðal annars sálmurinn ,,Ó, Jesús bróðir besti “ alveg rosalega fallegur sálmur. Okkur fannst mjög skrítið að kirkjan skyldi vera svona lítil og sæt. Þegar búið var að skíra hana Öglu litlu fóru sumir að skoða grafir og legsteinana og þar var elsta systir þeirra Þorsteins, Önnu, Jóa, Björns og Sillu og afi þeirra og amma. Og þá var það veislan hjá Sillu og Palla. Þar var fullt af góðum kökum og heitum réttum. Það var síðan tekin mynd af öllum í fjölskyldunni. Þá var komið að því að kveðja og fara heim. En þetta er búið að vera mjög gaman að vera saman. Það er mjög sniðugt að hafa svona ættarmót svo öll fjölskyldan hittist. Takk fyrir mig.

Drífa Sóley Heimisdóttir

Fjölskylduhelgin 27 - 29 júlí 2007

Kæra fjölskylda.

Nú eru tæpar þrjár vikur þar til fjölskyldan hittist til sinnar árlegu samveru. Ég vona að allir hlakki til að eyða helginni saman því mikið verður um dýrðir að þessu sinni.

Að vanda verður hangikjöt á borðum í Lambhaga frá kl. 19.00 á föstudagskvöldið 27 júlí svo lengi sem von er á einhverjum.

Stóllinn

Laugardaginn 28 júlí.

Ef veður leyfir þá verður árla morguns haldið í sjóstangaveiði á Stefáni Rögnvaldssyni EA undir styrkri stjórn Símonar Páls. Farið verður í um það bil 2ja tíma ferð og gefst “sjómönnum” tækifæri til að renna fyrir fisk í ferðinni. Þið sem eigið veiðistangir eruð vinsamlega beðin að taka þær með norður.

Nokkrir í fjölskyldunni smituðust af golfáhuga á Arnarholtinu í fyrra og því er tilvalið að fara eftir hádegi fram í Svarfaðardal og reyna sig á golfvellinum undir handleiðslu hinna reyndari golfspilara fjölskyldunnar.

Fyrir þá í fjölskyldunni sem hvorki hafa áhuga eða aðstæður til að taka þátt sjóstangaveiði eða golfi geta fundið margt við að vera í Svarfaðardal – eða Dalvíkubyggð. Má þar nefna gönguferð í fjörunni austur að ós Svarfaðardalsár, gönguferð um Friðland Svarfdæla, báðar leiðirnar auðveldar og skemmtilegar gönguleiðir. Í Friðlandinu er mikið fuglalíf. Einnig er gaman að fara með nesti í skógræktina í Hánefsstaðalandi ef gott er veður. Heimsókn á Byggðasafnið í Hvoli er mjög skemmtileg fyrir yngra sem eldri. Sjá www.dalvik.is/byggdasafn

Svo eru hægt að komast á hestbak í Hringsholti bæði með og án meðreiðarsveina.

Sundlaug Dalvíkur er vinsæll viðkomustaður hjá fjölskyldunni.

Stefán Rögnvaldsson

Laugardagskvöld.

Nú í ár fylla tvö systkin frá Grund heila tugi ára. Þorsteinn fyllir 70 árin og Anna 60 árin. Af því tilefni bjóða þau til kvöldverðar á laugardagskvöldið. Kvöldverðurinn verður að Mímisvegi 6, steinsnar frá Lambhaga. Matseðill verður kynntur þegar komið er í Lambhaga. Undir borðum verður tekið lagið að hætti Grundarfjölskyldunnar.

Sunnudagur 29 júlí.

Fyrir hádegi á sunnudag verður farið í heimsókn að sumarbústað Sillu og Palli og gróðursett tré fyrir þau börn sem fædd eru 2001 og síðar. Þau eru 15 talsins.
Eftir hádegi eða kl. 14.00 komum við saman í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal til að vera viðstödd skírn yngsta barnsins í fjölskyldunni dóttur Árna og Maríu

Nægt húsrými er í Lambhaga á tveim hæðum og hægt er að tjalda á lóðinni, tjöldum, tjaldvögnum og fellihýsum, allt eftir þörfum hvers og eins.

Við systkinin hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja, fyrir hönd systkinanna frá Grund

Anna

Á fjölskyldumóti 2007

Eitthvað verður brugðið út af laginu þetta árið, m.a. verður þetta í fyrsta skipti sem við dveljum á Dalvík 2 ár í röð. Eldri kynslóðin er að róast (eða hún er að siðast til) og sendir ekki lengur afkvæmi sín í gríðarlegar gönguferðir og fjallgöngur eins og var fyrir nokkrum árum.

Það var reyndar aldrei rætt opinberlega en við miðkynslóðin ræddum það okkar á milli að fjárfesta í mannbroddum og ísöxum á tímabili. Nú er það bara golf og sund og eitthvað ljúft... (ætli þau séu ekki bara farin að eldast svolítið?).

Við eigum vonandi (örugglega) góða helgi saman að vanda og vona ég að sem flestir komi sem fyrst á föstudeginum. Laugardagurinn verður svo opinn en á sunnudeginum langar okkur Maríu að bjóða ykkur að samfagna okkur kl. 14:00 í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal þar sem dóttir okkar hlýtur loksins nafn.Að því loknu borðum við saman að vanda góðar kræsingar og hugsanlega aðeins kræsilegri en venjulega.

Hlakka til að sjá ykkur öll.

Árni, María, Viktor, Katrín (verður í Peru) og ....

Katrín, Viktor og stúlka

Fjölskylduhelgin 27.-29. júlí 2007

Kæra fjölskylda.

Tíminn líður þó lítið bóli á sumrinu, en það styttist í fjölskylduhelgina 2007. Margir voru ánægðir með rólega helgi síðasta sumar og ætlum við að eiga aðra slíka, með tilbrigðum þó. Við hittumst að venju í Lambhaga á föstudegi og snæðum saman hangikjöt.

Margt er hægt að finna sér til skemmtunar og ánægju í Svarfaðardal og á Dalvík. Golfvöllurinn er skemmtilegur eins og þeir vita sem þekkja hann og prófuðu hann í fyrra. Mikið er um skemmtilegar gönguleiðir. Við mundum senda nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Að kvöldi laugardags snæðum við kvöldverð saman að hætti Árna Þorsteinssonar.

Á sunnudaginn er frjáls dagur, en heimsókn verður til Sillu og Palla í hjólhýsið og snæddar pönnukökur.

Gaman væri að planta trjám í “krakkaskógi” í landi Sillu og Palla. Alltaf bætast börn í hópinn og við höfum ekki plantað trjám í mörg ár.

Nægt húsrými er í Lambhaga á tveim hæðum og hægt er að tjalda á lóðinni, tjöldum, tjaldvögnum og fellihýsum, allt eftir þörfum hvers og eins.

Takið helgina frá. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja frá Grundarsystkinunum,

Anna

Fjölskyldumót 2004