Nokkrar endurminningar frá Grund

Hann Jói hefur sent inn nokkrar endurminningar frá æsku sinni á Grund. Þær eru skemmtileg og athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir einhvern eins og mig sem hef aldrei þekkt annað en nútíma þægindi. Hér fyrir neðan er formálinn og síðan tengill í allt bréfið.

Formáli

Dagbjört, Stefán, Jói og ÞorsteinnÞegar eg byrja ritun þessara minninga er eg ný orðinn sextugur, og þegar eg horfi til baka þá uppgötva eg hvað mannsæfin er í raun stutt, því mér finnst ekki svo langur tími frá því að eg var að alast upp á Grund.

Fyrir fimmtíu árum fannst mér óratími vera liðinn frá síðustu aldamótum og heil eilífð til þeirra næstu, sem nú eru gengin í garð.

Þessi sextíu ár er tími gríðarlegra breytinga á öllum sviðum og er varla hægt að ætlast til þess að þeir sem ekki hafa upplifað það sjálfir geri sér grein fyrir þeirri miklu framþróun sem orðið hefur þessa rúmu hálfa öld sem eg man aftur í tímann.

Mér finnst því við hæfi að segja frá þeim í stórum dráttum eftir því sem eg man best, til fróðleiks mínum afkomendum og öðrum þeim sem áhuga kynnu að hafa á fræðast um þann tíma sem eg upplifði á mínum uppvaxtarárum á Grund.

Þegar eg ber síðustu fimmtíu ár saman við næstu fimmtíu ár þar á undan held eg að breytingar þær sem orðið hafa á lífi manna séu mun meiri á síðari tímanum en þeim fyrri.

Þetta má bera saman með því að lesa endurminningar þær sem foreldrar mínir skrifuðu um uppvaxtarár sín.

Flest þau sjálfsögðu lífsþægindi sem við höfum í dag hef eg séð koma fram á sjónarsviðið svo sem símann, en hann var ekki kominn út um sveitir landsins fyrr en um miðja öldina.

Þá má telja rafmagnið, en það kom ekki í Svarfaðardalinn fyr en 1955 eða 1956.

Í endurminningum sínum segir pabbi frá húsakynnum á Grund þegar mamma og hann fluttu þangað vorið 1933. Það verður að segja að í okkar augum, sem þekkjum vart annað en vel boðleg húsakynni, er það einu orði sagt ófögur lýsing, og hef eg haft á orði við suma af afkomendum foreldra minna að varla hafi mamma orðið glöð við að flytja inn í þessa moldarkofa. En hún var ung á þeim tíma og ekki vön góðu, þó svo hún hafi verið búin að kynnast mörgum af þeim þægindum, sem hún varð síðan að bíða eftir, sumum í áratugi, á námsárum sínum í Reykjavík.

Bærinn á Grund eyðilagðist í jarðskjálftanum 1934, sem betur fer fyrir mömmu, segi eg því að þá fékk hún að komast í nýtt íbúðarhús, sem verður að telja að hafi verið all þokkalegt miðað við það sem þá var völ á í sveitum.

Eg ætla svo ekki að teygja lengur á þessum hugleiðingum, heldur snúa mér að því að lýsa daglegu lífi á Grund eins og eg man eftir því.

Lesa allt bréfið

Pétur Hugi Andrésson

Kæra fjölskylda

Pétur Hugi Andrésson kom í heiminn þann 19. mars 2008 klukkan 23:38 að dönskum vetrartíma.

Hann vóg 3945 gr. og var 54 cm. Hann kom út með rassinn á undan, með miklum viðbúnaði, en mamma hans var svo dugleg að ýta honum út að allir læknarnir og ljósmæðurnar voru alveg gáttuð.

Barnalæknirinn gaf honum 10 á apgar prófinu, og lýsti því yfir að þetta væri "fullkominn lítill drengur".

Pétur kúrir hjá ömmu

Það finnst foreldrunum auðvitað líka. Hann sefur eins og engill - sérstaklega á nóttunni - öskrar þegar hann fær ekki nógu fljótt að borða, eða við dirfumst að skipta á honum en þagnar þegar það er sungið fyrir hann eða leikið á píanóið. Hann þrífst almennt ákaflega vel. Hann líkist pabba sínum mjög mikið, og mömmu sinni líka. Kannski þau séu bara frekar lík hvoru öðru ;)

Hann heitir Pétur í höfuðið á langafa sínum, Hugi af því að það er íslenskt og flott og hann er auðvitað Andrésson.

Við foreldrarnir erum auðvitað í skýjunum og getum mænt á hann löngum stundum...

Með bestu kveðjum,

Dagbjört, Andrés og Pétur Hugi

Halló kæru ættingjar........

Nú fer senn að líða að því að við stígum hið stóra skref og játumst hvort öðru. Allur undirbúningur gengur vel og vonandi hafa allir fengið boðskortin sín í hendurnar. Árni setti upp rosalega flotta síðu handa okkur með öllum þeim upplýsingum sem fólki vantar já og líka bara fyrir okkur til að skrifa hvernig allt gengur og svo fólkið okkar geti fylgst með gangi mála. Endilega kíkið á hana slóðin er www.cocktail.is/h&h.htm

En af okkur stórfjölskyldunni í Grafarvoginum er annars allt gott að frétta. Dagný Lind stækkar bara og stækkar og verður alltaf æðislegri og æðislegri með viku hverri ! Hún var að æfa fimleika í vetur og líkaði það mjög vel og ætlar að halda áfram næsta haust en er samt farin að tala um að vilja fara í ballett líka, lík pabba sínum þarf alltaf að hafa nóg að gera. Fékk tvíhjól í sumargjöf og er alveg búin að ná tækninni á því og finnst alveg rosalega gaman að hjóla. Andri Fannar braggast bara vel, hann verðir 10 mánaða núna þann 10. Júlí. Hann er farin að skríða á fullu og stendur upp við alla skapaða hluti og vill helst bara vera farinn að labba.

Svooona stór!!!

Þau eru bæði á leikskóla en þó ekki þeim sama en una sér bæði þar vel. Hreggviður er á fullu á þyrlunni og fílar sig bara vel þar og er ekkert á leiðinni þaðan. Halldóra er að vinna á leikskóla þessa dagana þó ekki á þeim sem börnin eru á heldur á þeim þriðja J langaði svona aðeins að prófa eitthvað nýtt í smá stund en fer alveg örugglega á snyrtistofu á næsta ári.

Vildum bara kasta á ykkur smá sumarkveðju. Hlökkum til að sjá ykkur öll á fjölskylduhelginni og vonandi sem flest í brúðkaupinu !

Kveðja Hreggviður, Halldóra, Dagný Lind og Andri Fannar

Kæru golfglöðu ættmenni!!

Eftir síðasta fjölskyldumót er hann Ásgrímur Ari minn orðinn mikill áhugamaður um golfíþróttina. Hann er nýbúinn að vera á námskeiði hérna í Norge og vantar bara herslumuninn á að hann fái græna kortið (það er á döfinni eftir nokkra daga). Hann pressar mikið á foreldrana að kaupa græjur, en ég verð að viðurkenna að ég er frekar treg til. Ég vil auðvitað styðja hann í að stunda golfið og það verður örstutt fyrir hann á Korpúlfsstaðavöllinn eftir að við komum í Grafarvoginn.

Nei, það er bara þannig að drengstaulinn vex gríðarlega, svo að ef við fjárfestum í golfkylfum fyrir hann í dag, eru þær orðnar alltof litlar eftir 1-2 ár. Hann er nú tæplega 11 ára og 160 cm og 55 kg. Hann er búin að fá tösku og á einn pútter.

Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort þið frændur mínir sem mest eruð í golfinu, ættuð kannski einhverjar kylfur sem þið notið ekki og gætu passað honum og hvort það væri þá hægt að taka þær með norður. Þeir bræður koma með ömmu sinni og afa á fjölskyldumótið en ég reikna með að við Einar verðum í Garðhúsunum að mála...............

Jón og Árni í golfi

Drengirnir hlakka mikið til að koma norður og hitta ykkur öll og auðvitað að spila golf (sjá myndir af þeim frá í fyrra)!!

Ég reikna svo með að við Einar komum í brúðkaupið, svo við sjáumst allavega þá.

Kær kveðja til allra,

Halldóra

Komið þið sæl og blessuð.

Takk fyrir fréttirnar frá þér Halldóra, ég vildi að fleiri tækju sig til og sendu smáfréttir og myndir af sér og sínum.

Ég átti afmæli um daginn og börnin mín og tengdabörn voru svo sniðug að gefa mér helgi í sumarbústað við Bifröst í afmælisgjöf.

Þ.e.a.s. við Palli mættum bara helgina 8.-10. júní og svo komu þau með matföngin og töfruðu fram þvílíku veisluna bæði föstudag og laugardag.

Þarna vorum við semsagt öll samankomin samtals 12. Þetta var draumahelgi, við fórum í gönguferð bæði laugardag og sunnudag um umhverfi Bifrastar, sem er náttúrulega engu líkt. Svo fórum við í sund og leikum okkur heilmikið.

Fengum mjög gott veður og enga rigningu. Þetta var sérlega skemmtileg helgi.

Afi og amma með barnabörnin

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Með bestu kveðjum og von um gott áframhald.

Silla

Kæru ættmenni

Datt í hug að skrifa stutta kveðju á þessa frábæru Lambhagasíðu. Við mættum gera meira af því að senda fréttir og kveðjur inn á síðuna. Ritstýran hvetur til þess, en ekki erum við pennaglöð (eða pikkglöð) í ættinni, virðist vera.

Helstu fréttir af okkur eru að við erum að flytja heim, eftir 7 ár í Noregi. Flytjum í Húsahverfið í Grafarvogi í lok júlí. Reikna því ekki með að við komum á fjölskyldumótið í sumar, því miður. Fáum húsið tveimur dögum áður en það skellur á. Strákarnir fá þó kannski að fljóta með ömmu og afa.

Minnsti fjölskyldumedlimurinn hún Unnur Vala er nú 6 mánaða og snýr okkur hinum í kringum sig. Er mikið frídleiksbarn, sem brosir, hjalar og hlær frá morgni til kvölds......

Mynd tekin úti í garði þann 15. apríl.

Unnur Vala

Annars erum við að reyna að halda úti smá heimasíðu, mest með bloggi um okkar eigin daglegt líf, eða mínum hugleiðingum um það og fréttum af því sem er að gerast hjá okkur. Setjum líka inn myndir öðru hvoru.

Tengillinn:

www.framtidin.net

Með bestu kveðju, Halldóra

Tíu fingur, tíu tær (og ekkert typpi!)

Maríu og Árnadóttir

Já, mér tókst heldur betur að gabba Mömmu mína og Pabba með strákslætum, kickboxi og svona í mallanum. Ég dansaði líka alltaf þegar Salieri var spilaður þarna í Amadeus í Borgarleikhúsinu. Svo þegar upp hófst prakkaraskapur á fæðingardeildinni voru þau enn vissari um að ég væri strákur, og ljósmóðirin líka.

Mamma missti vatnið og fór að láta athuga en mér lá bara ekkert á svo hún var sett af stað með stíl næsta dag. Mér leið bara áfram vel í mallanum og rúmum 20 tímum seinna, eftir dripp og lyf og rembing og allt fékk læknirinn nóg og tók mig bara út með valdi.

Ég náði nú samt að hrella aðeins skurðstofuliðið fyrst með því að klemma naflastrenginn og ná hjartslættinum niður í 50 (hí-hí).

Mamma er kát og biður að heilsa, hún er að jafna sig. Pabbi er heima að vinna en kemur og kíkir á mig oft á dag. Sjálf verð ég nokkra daga hér á Vökudeildinni, þetta er ný deild en systkini mín voru á gömlu vöku. Við fæddumst samt á sömu skurðstofunni.

Sjáumst svo öll í sumar.

Ykkar frænka, ... Árnadóttir.

Fleiri myndir

Unnur Vala

Litlu stúlkunni þeirra Halldóru og Einars (og Ásgríms og Jóns) hefur verið gefið nafnið Unnur Vala.

Hún verður skírð þann 29. desember næstkomandi.

Unnur Vala er yndisleg, brosir og hlær framan í fólkið sitt og er orðin dugleg að halda höfði. Hún er líka farin að fá að sprikla aðeins á gólfinu í stofunni.

Unnur Vala

Sjá má fleiri myndi af Unni Völu og bræðrum hennar hér á myndasíðunni.

Jólakveðja,

Dagbjört frænka

Brúðkaup Steina og Árnýjar

Í sumar nánar tiltekið 26. ágúst var brúðkaup í Dalvíkurkirkju, þar sem Steini og Árný giftu sig.

Prestur var séra Magnús Gunnarsson. Athöfnin var yndisleg. Það var dásamlegt að sjá litlu grjónin labba inn kirkjugólfið með mömmu sinni og móðurafa.

Magnúsi talaðist vel eins hans var von og vísa og vinkonur brúðarinnar sungu dásamlega. Veislan fór fram í safnaðarheimilinu, sem er sambyggt kirkjunni.

Eins og allir vita, sem þar voru var þetta hin mesta skemmtun og tókst með afbrigðum vel.

Veislustjóri voru Klemens Bjarki Gunnarsson og Inga Lára. Þau eru æskuvinir brúðhjónanna.

Skemmtiatriðin voru fjölmörg og hristust gestirnir vel saman.

Lambhagakórinn söng við mikinn fögnuð áheyranda, brag um brúðgumann. Seinna gerði Lambhagafélagar sér lítið fyrir og steig upp á stóla og söng.

Að endingu var stiginn dans.

Kveðja

Silla

Einarsdóttir fædd 1. nóvember

Kæra fjölskylda!

Halldóra og Einar eignuðust litla stúlku klukkan 04:38 í morgun.

Hún vóg 4350 gr og mældist 51 cm á lengd.

Snúlla

Mæðgunum heilsast vel og stúlkan er dugleg að sofa og drekka.

Dóttirin er sögð líkjast föður sínum og stærsta bróðurnum mikið.

Bestu kveðjur,

Dagbjört frænka

Andri Fannar

Halló kæra fjölskylda !!!

Við erum búin að skíra litla prinsinn okkar og fékk hann fallega nafnið Andri Fannar.

Hann var skírður þann 14.okt í Dalvíkurkirkju.

Endilega kíkiði á síðuna okkar sem er www.barnaland.is/barn/14583

Hreggviðsbörn

Kv. Hreggviður, Halldóra, Dagný Lind og Andri Fannar

Hreggviðssonur kom í heiminn 10. september

Hæhæ

hér eru nokkrar myndir af prinsinum og okkur auðvitað líka :)

Hann var 4030 gr og 53 cm. Algjör gullmoli.

Svo er náttúrulega hægt að fylgjast með honum á www.barnaland.is/barn/14583

Kv. Halldóra, Hreggviður, Dagný Lind og litli gaur

Þrúður Dofradóttir komin í heiminn!

Fimmtudagsmorguninn 14. júlí 2005 klukkan 8 mínútur í 8 fæddi Kristrún myndarlega stúlku.

Hún var rúmar 16 merkur á þyngd og 51 cm á lengd.

Fæðingin gekk mjög vel og þær mæðgur eru hressar.

Stúlkan hefur verið nefnd Þrúður og er ákaflega vær og góð.

Stóru systkinin hennar eru að vonum í skýjunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Dofrabörn

Bestu kveðjur,

Dagbjört frænka

Steini og Árný eignast stúlku!

Nú er komin enn einn afkomandi í Lambhagahópinn.

Það fæddist lítil dama í gærkvöldi með fæðingardag 05.05.05.

Hún var 15 merkur og 53 cm.  Mæðgurnar eru mjög hressar.

Meðf. er mynd af prinsessunni

Steinsdóttir

Kveðja Silla.